ÍSLENSKA KYUDOFÉLAGIÐ |
||||
FORSÍÐA |
KYUDO |
ÁSTUNDUN |
VIÐBURÐIR |
TENGILIÐIR |
Kyudo nú á dögumKyudo er stundað í fjölmörgum löndum af fólki á öllum aldri og báðum kynjum. Í Japan eru til dæmis vel á annð hundrað þúsund iðkendur og í Evrópu yfir þrjú þúsund. Markmið með iðkuninni eru auðvitað mismunandi. Þeir sem yngri eru stunda oftast Kyudo með það að markmiði að hitta markið-Mato sem er 36 cm. að ummáli og oftast staðsett í 28 metra fjarlægð. Þeir sem eldri eru hafa oftast einnig önnur markmið með iðkun Kyudo. Þar má til dæmis nefna það að styrkja líkama og huga með krefjandi og heillandi ástundun. Eitt af því sem einkennir Kyudo er sú aukna dýpt og skilningur sem fæst með lengd ástundunarinnar og aldri. Þeir sem hæst ná í greininni eru sjaldnast undir 50 ára aldri og hafa þá oft áratuga langa reynslu af greininni. Þetta er eitt þeirra atriða sem greinir Kyudo frá vestrænum íþróttum. Í stuttu máli má segja að við iðkun Kyudo fái allir eitthvað við sitt hæfi. |
||||