ÍSLENSKA KYUDOFÉLAGIÐ

FORSÍÐA

KYUDO

ÁSTUNDUN

VIÐBURÐIR

TENGILIÐIR

Kyudo nú á dögum

Kyudo er stundað í fjölmörgum löndum af fólki á öllum aldri og báðum kynjum. Í Japan eru til dæmis vel á annð hundrað þúsund iðkendur og í Evrópu yfir þrjú þúsund. Markmið með iðkuninni eru auðvitað mismunandi. Þeir sem yngri eru stunda oftast Kyudo með það að markmiði að hitta markið-Mato sem er 36 cm. að ummáli og oftast staðsett í 28 metra fjarlægð. Þeir sem eldri eru hafa oftast einnig önnur markmið með iðkun Kyudo. Þar má til dæmis nefna það að styrkja líkama og huga með krefjandi og heillandi ástundun. Eitt af því sem einkennir Kyudo er sú aukna dýpt og skilningur sem fæst með lengd ástundunarinnar og aldri. Þeir sem hæst ná í greininni eru sjaldnast undir 50 ára aldri og hafa þá oft áratuga langa reynslu af greininni. Þetta er eitt þeirra atriða sem greinir Kyudo frá vestrænum íþróttum. Í stuttu máli má segja að við iðkun Kyudo fái allir eitthvað við sitt hæfi.

Practice

 

Kyudo á Íslandi

Upphaf Kyudo á Íslandi má rekja til ársins 1982 þegar Tryggvi Sigurðsson koma heim frá námi í Frakklandi þar sem hann hafði kynnst og lagt stund á japanskar Budo-greinar, einkum Kyudo og Kendo. Frá þeim tíma hefur hann staðið fyrir kennslu og námskeiðum, bæði hér á landi og erlendis. Tryggvi var um langt árabil formaður evrópska Kyudo-sambandsins, European Kyudo Federation. Hann er handhafi 7.dan Kyoshi í Kyudo sem er hæsta kennslugráða sem aðili utan Japan hefur náð til þessa. Tryggvi hlaut sérstaka viðurkenningu frá japanska utanríkisráðuneytinu árið 2015 fyrir framlag til japanskrar menningar.

Íslenska Kyudofélagið var stofnað árið 1984 og er bæði meðlimur Evrópska Kyudosambandsins og Alþjóða Kyudosambandsins. Þrátt fyrir að hópur iðkenda hér á landi hafi aldrei verið fjölmennur , þá eru íslenskir iðkendur þeir hæst gráðuðu á Norðurlöndunum. Fjöldi er ekki það sama og gæði eins og dæmin sanna!